Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju

Upprisuhátíð Akureyrarkirkju á páskadag hefst með árdegismessu kl. 8:00. Sr. Svavar Alfreð Jónsson messar. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og Kór Akureyrarkirkju syngur.

Eftir messu er páskahlátur í Safnaðarheimili þar sem við hlæjum saman um leið og boðið er upp á léttan morgunverð og páskaegg með

málsháttum.

Fjölskylduguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11:00 í umsjón Sindra Geirs Óskarssonar, Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Unu Haraldsdóttur. Ibrahim Almohammad, ungur Sýrlendingur, leikur á orgel. Yngri og eldri barnakórar kirkjunnar syngja.

"Höldum lífsins hátíð nú,
höndlum nýja von og trú,
upp með Jesú önd vor rísi
endurfædd og náð hans lýsi." (Sb. 158)

Fögnum páskum í Akureyrarkirkju!

▼ Show More Information

Eyrarlandsvegur, 600
Akureyri
01 April , Sunday 08:00

More Events Nearby