Sleðanámskeið með Tony Jenkins

Ellingsen efnir til sleðaveislu í samstarfi við Tony Jenkins og Ski-Doo helgina 14.-15. Apríl.

Veislan hefst á persónulegu sleðanámskeiði laugardaginn 14. apríl á suðurlandinu. Á sunnudaginn verður svo opin ferð þar sem allir eru velkomir út að keyra með okkur og Tony Jenkins.
Nánari staðsetning verður

auglýst þegar aðstæður leyfa.

Persónulegu námskeiðin þann 14. apríl verða keyrð í þrem hópum af 8-10 einstaklingum. !! ATH ATH persónulegu námskeiðin eru ekki opin, skrá þarf þáttöku með því að senda póst á brp@ellingsen.is !!
Hvert námskeið er 2,5 klst.
Hópur 1 - Byrjendur - 09:00-11:30 - UPPSELT
Hópur 2 - Vanir - 12:00-14:30 - UPPSELT
Hópur 3 - Lengra komnir - 15:00-17:30 - UPPSELT

Markmið námskeiðsins er að bæta getu þátttakenda í tæknilegum akstri í fjalllendi, stökkum, hliðarakstri og fleiru.
Auk þess að farið verður yfir ýmiss heilræði tengd sleðamennsku, svo sem uppsetningu á fjöðrun, útbúnað, öryggi, losa sleða úr festum og margt fleira.
Hvert námskeið verður aðlagað að getu þáttakenda.

Þú skráir þig á persónulega námskeiðið með því að senda póst á BRP@ELLINGSEN.IS
Tilgreina þarf fjölda og hvaða hóp þú vilt keyra með.
Staðfestingargjald er 2.900kr.
Öllum þáttakendum verður boðið upp á mat og drykk að loknu námskeiði.

Til að skrá þáttöku í ferðina á sunnudeginum, þarf engöngu smella ,,mæti" á viðburðinn. Ekkert þáttökugjald er rukkað.

Engir fordómar eða kröfur eru gerðar um tegund vélsleða þátttakenda. Allir eru velkomnir.

Þó er mælst til þess að þátttakendur á persónulega námskeiðinu séu á fjallasleðum.

Krafa er gerð um að þáttakendur séu með ýli, skóflu og stöng.

▼ Show More Information

Fiskislóð 1, 101
Reykjavík
14 April , Saturday 09:00

More Events Nearby

 26 September , Wednesday
 Sena Live, Reykjavík
 28 September , Friday
 Reykjavík, Iceland, Reykjavík
 13 October , Saturday
 Kenpo Ísland, Reykjavík
 13 October , Saturday
 Iceland Reykjavik, Reykjavík
 04 October , Thursday
 Reykjavík, Iceland, Reykjavík
 21 October , Sunday
 Radisson Blu 1919 Hotel, Reykjavík, Reykjavík
 13 October , Saturday
 Kenpo Ísland, Reykjavík
 29 September , Saturday
 Reykjavík, Iceland, Reykjavík